Það var nýr Sómi 870w sem var afhentur nýlega til Grænlands. Eigandinn er Svend Christensen. Þessi bátur er með 400 hestafla Volvo Penta D6, hann hentist í 40 mílur. Eigandinn er í skýjunum og það erum við líka.
Mun eigandinn aðallega nota bátinn til að ferðast og skotveiði. Báturinn eyðir sáralitlu með þessari vél ekki nema 2L á míluna. Það kann að teljast gott fyrir svo öfluga vél. Við óskum Svend innilega til hamingju með nýja bátinn!